Fréttir

Lækkað verð

Flest allar venjulegar og alkaline Panasonic rafhlöður hafa nú lækkað í verði . Verðlækkun er vegna gengislækkunar og lækkunar á spilliefnagjöldum. Allar aðrar gerðir rafhlaðna eiga að lækka í verði vegna lækkunar á spilliefnagjöldum. GP alkaline rafhlöðurhafa líka lækkað einnig í verði.   Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Úrval GP Batteries

Ekki má gleyma úrvalinu sem fá má frá GP Batteries af rafhlöðum fyrir leikföng og ýmsar tómstundarvörur. Í dag eru flestar sérrafhlöður fyrir slíkan búnað sérpantaðar hjá okkur en afgreiðslutími er yfirleitt stuttur. Skoðið úrvalið í bæklingi og hafið samband í síma 5622130 eða á netfangið sala@rafborg.is og leitið upplýsinga. Það er staðreynd og reynsla okkar að oft er verið að kasta krónunni og spara aurinn við val á hleðslurafhlöðum í t.d. leikfangabíla þegar ekki er valið það sem gefið er upp að nota eigi.  Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Verulegar nýjungar og breytingar

Verulegar nýjungar og breytingar eru væntanlegar á Panasonic rafhlöðum í Apríl eða um það leytið. Ný gerð af rafhlöðu Panasonic Digital Extreme sem er Oxyride rafhlaða kemur á markaðinn ætluð fyrir tæki og tól sem þurfa mikla orku eins og myndavélar, leikfangabílar o.þ.h. Fyrsta gertðin sem kemur er af AA stærð. Þessi rafhlaða verður mjög orkumikil og hefur tvisvar til þrisvar sinnum meiri endingu en aðrir framleiðendur geta boðið upp á.
Lesa meira

Super Bright Ennisljós

Þetta eru díóðuljós en sú tækni hitar ekki upp perurnar en það sparar orku og eykur endingu peranna. Endast yfir 100.000 klst.  Hægt er að hafa ljósið á enni, á belti eða utan um belti. Teygjubönd fylgja. Litir eru grænn, rauður og blár. Alkaline rafhlöður eiga að endast í um 150 klst við stöðugt ljós. Þyngd með rafhlöðum er 80 g. Ljós nær í um 35 m. en sést í um 3 km. fjarlægð. Þegar kveikt er á ljósinu með að þrýsta á rofa kviknar á hverri peru fyrir sig í röð. Þegar þrýst er aftur blikka perur en þegar þrýst er á í þriðja sinn er stöðugt ljós. Þegar þrýst er á í fjórða sinn slökknar á ljósinu. Ef nota á ljósið sem neyðarljós er rauða plasthimnan sett fyrir ljósið. Alltaf að taka rafhlöður úr ljósinu ef ekki á að nota það um tíma. Ekki setja það nálægt miklum hita. Ef vatn fer inn í það reynið að þurrka þó ekki með blásara og ekki í sólarljósi. Notið ekki gamlar rafhlöður með nýjum. Ef rafhlöður hafa lekið reynið að hreinsa ljósið með rennandi vatni og þurrkið.   Horfið aldrei í ljósið eða lýsið aldrei í augu annarra.   Verð kr. 995,00 m/VSK.    Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is
Lesa meira

Ný tegund af Panasonic hleðslutæki

Erum búnar að fá nýja tegund af Panasonic hleðslutæki BQ-355. Þetta hleðslutæki hleður bæði Ni-Cd og Ni-Mh rafhlöður AA og AAA stærð. Tækið er ca. 4 klst. að hlaða  4stk. AA rafhlöður og ca. 2 klst. að hlaða 4 stk. AAA. Þetta tæki er alsjálfvirkt, með yfirhleðsluvörn.    Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is  
Lesa meira

Panasonic fréttir

Panasonic setur á markað nýja gerð Alkaline rafhlaðna sem nefnist  PowerMax3.  Panasonic sest enn í sæti brautryðjanda með þriðju kynslóð orkumikilla alkaline rafhlaðna. Nýja gerðin PowerMax3 sameinar nýja framleiðslutækni, meiri orkuforða, nýjar umbúðir og nýja stærðar- og gæðaflokkun. Meiri orka, meiri ánægja. Fyrir fimm árum varð Panasonic fyrstur framleiðanda á rafhlöðum til að skilgreina þörfina fyrir orkumeiri alkaline rafhlöður fyrir orkufrek raftæki með því að koma með á markaðinn Power Alkaline rafhlöður. Í dag kemur Panasonic fram með þriðju kynslóðina svonefnda PowerMax3 gerð, sérstaklega byggða fyrir orkufrek raftæki nútímans. Sem stærsti framleiðandi rafhlaðna er Panasonic í fararbroddi í framleiðslutækni. Með því að veita verulegu fjármagni í rannsóknir á Power alkaline rafhlöðum hefur orka í samanburði við forvera PowerMax3 verið aukin um allt að 93%*.
Lesa meira