Rafborg ehf 1967
Rafborg ehf. Sundaborg 7 er sérverslun, heildsala og smásala með allar gerðir af rafhlöðum.
Hjá okkur færð þú eitt mesta úrval af rafhlöðum.
Rafborg er fyrsta fyrirtækið hérlendis þar sem fengist var eingöngu við innflutning og sölu á rafhlöðum.
Helstu vörumerkin eru Panasonic, Pairdeer, everActive, eneloop, Power Xtra, GD, PKCell, Fiamm og Big-Bat. Við bjóðum flestar gerðir rafhlaðna og má þar nefna almennar rafhlöður (batterí, batteri, batterý, battery), alkaline rafhlöður, litíum rafhlöður, zink rafhlöður, hleðslurafhlöður, Ni-Cd hleðslurafhlöður, Ni-Mh hleðslurafhlöður, litíum hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður (blýsýrurafgeyma), rafgeyma, rafhlöðupakka, sérrafhlöður, lithíum (litíum) rafhlöður, rafhlöður í verkfæri, verkfærarafhlöður, rafhlöður í neyðarlýsingar, rafhlöður í leikföng, heyrnartækjarafhlöður, lithíum hnapparafhlöður, alkaline hnapparafhlöður, úrarafhlöður ofl.
Hleðslutæki fyrir Ni-Cd, Ni-Mh, litíum og blýsýrurafhlöður. Mælar fyrir rafhlöður og blýsýrurafhlöður. Handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, vatnsþétt ljós, útivistarljós ofl. gerðir ljósa.
Við bjóðum þá þjónustu að smíða eða endurnýja rafhlöður í hin ýmsu tæki og tól. Hér er á ferðinni allt frá sérhönnun og sérsmíði rafhlöðupakka til hinna margvíslegu nota fyrir hinn almenna notanda.
Við erum með sérstakar vélar fyrir verkefnin, sem við tókum í notkun (nóvember 2009). Vélarnar og sú aðstaða, sem við höfum býður uppá styttri afgreiðslutíma og einnig hagstætt verð. Við getum útbúið ýmsar gerðir rafhlöðupakka af hefðbundnum gerðum, eins og pakka með rafhlöðunum hlið við hlið eða SBS eins og það er kallað og eins hvert ofan á öðru eða STICK.
Ýmsan fylgibúnað eins og geymslubox, rafhlöðubox (fyrir fleiri en eina rafhlöðu með einu tengi), rafhlöðumæla, spennubreyta (invertera), hleðslubanka, hleðslusnúrur ofl.