Morgunblaðið hefir undanfarið birt verðkannanir á ýmsum neysluvörum á baksíðu sinni og var einnig svo á laugardaginn. Þar tóku
þeir fyrir AA rafhlöður líklega af Alkaline gerð.
Litíumrafhlöður komu fram fyrir u. þ. b. 30 árum sem hágæðarafhlaða í hernað. Fyrstu 10 árin, áður en rafhlaðan
komst á markaðinn í iðnaði, var hún líka mjög dýr. Síðustu árin hafa ýmsar tegundir litíumrafhlaða verið
framleiddar í miklu magni og hefur verðið nú lækkað verulega. Litíumrafhlöður nýtast best þar sem krafist er lengri endingar með
mjög lágum eða háum umhverfishita og lágum hleðslustraumi.
Vegna gengisfellingar gærdagsins og annarra sambærilegra gengisfellinga undanfarnar vikur eru verð sem uppgefin hér á síðunni ekki
lengur í gildi. Unnið verður að verðbreytingum á næstunni.
Erum að fá aðra sendingu af ferðahleðslutækjunum frá GP með ReCyko rafhlöðum. Í settinu er hleðslutækið, 8 stk AA og 4 stk.
AAA ReCyko hleðslurafhlöður og C og D hulstur, plasthulstur og bílasnúra.
Við höfum fengið takmarkað magn af Intercept hleðslutækjum ásamt Panasonic hleðslurafhlöðum á
tilboðsverði. Um er að ræða tvær gerðir af rafhlöðum P03 og P6.