Fréttir

Heat Mate Radiant RF 1140 olíuofnarnir komnir aftur

Þrátt fyrir að við segðum í ágústlok að olíuofnarnir væru uppseldir og þeir kæmu ekki aftur fyrr en að vori þá tókum við nokkur stykki vegna eftirspurnar á lager.
Lesa meira

Fréttasíða frá GP

Örstuttar fréttir af haustvörum. Nú dimmir óðum og þörf fyrir ljós verður meiri.
Lesa meira

Nýjar gerðir rafhlaðna væntanlegar

Væntanlegar eru nýjar gerðir af rafhlöðum, höfuðljós uppseld en ný sending á leiðinni, lítil lyklakippuljós vinsæl, nýjar gerðir tengiboxa að koma, útivistarlugtin uppseld og góður afsláttur á DIGI 1 myndavélarafhlöðum.
Lesa meira

Ný vefsíða

Við höfum nú endurbætt og tekið í notkun nýja vefsíðu sem gerð er af Stefnu ehf. á Akureyri.
Lesa meira

Verslunarmannahelgin

Við vonum að viðskiptavinir taki því ekki illa en ætlun okkar er að loka í hádeginu á föstudag þ.e. á morgun 4. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar.
Lesa meira

Verðhækkanir

Undanfarið hafa verð á flestum gerðum rafhlaðna hækkað og það all nokkuð. Hér er aðeins um verðhækkanir vegna gengisbreytinga
Lesa meira

Ný hleðslutæki

Höfum bætt in fjórum nýjum gerðum af hleðslutækjum á heimasíðu okkar. Þrjár gerðir frá GP en það er hleðslutæki fyrir lithíum rafhlöður í stafrænar myndavélar, GP Rapid 2 fyrir 2500 mAh MiMH rafhlöður og GPMega hleðslutæki fyrir allt að 8 stk. MiMH rafhlöður. Eins erum við með frá AcTec hleðslutæki fyrir CR 123 Lithíum rafhlöður.
Lesa meira

Ný rafhlöðubox

Við munum á næstunni flytja inn og verða með ýmsar stærðir af rafhlöðuboxum (hulstrum) sem auðvelda ykkur að setja saman rafhlöður til notkunar í ýmis tæki. Þetta nýtist bæði fyrir venjulegar, alkaline og hleðslurafhlöður.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Um miðjan febrúar byrjaði hér nýr starfsmaður Símon Páll Jónsson en hann mun sjá um sölu og afgreiðslu á rafhlöðum til viðskiptavina okkar. Það mun taka einhvern tíma að þjálfa Símon Pál en hann starfar hér allan daginn og biðjum við viskiptavini okkar að hafa biðlund og skilning á. Úrval okkar af rafhlöðum, rafhlöðupökkum, hleðsutækjum, ljósum ofl. er talsvert og það tekur sinn tíma að kynna sér það og eins þarfir hvers og eins viðskiptavinar. Netfang Símons Páls er sala@rafborg.is
Lesa meira

GP Batteries

Það er eins og svo oft áður að GP Batteries koma með á markaðinn hleðslurafhlöður með aukinni orku og nú slá þeir fyrri met og koma með rafhlöður sem eru í sérflokki með orkugetu. Nú kemur á markaðinn 2700mAh hleðslurafhlaða í stærðinni AA eða P6 og eins 1000 mAh í stærðinni AAA eða P03. Þetta eru einu rafhlöðurnar sem eru á markaðnum af þessari orkugetu. Við erum með fyrir hleðslurafhlöður af P6 gerðinni með 2500 og 2600mAH og í stærðinni P03 900 og 950 mAh. Við erum ekki komin með þessar rafhlöður á lager en munum verða með þær eftir því sem eftirspurn kallar eftir.
Lesa meira