Bylting í hleðslurafhlöðum

Panasonic kemur með á markað nýja kynslóð af hleðslurafhlöðum sem nefnd er INFINIUM.


Panasonic Batteries setur á markað Infinium hleðslurafhlöðu sem er byggð eftir ákveðinni uppskrift sem gerir það að verkum að rafhlaðan heldur hleðslu mun lengur þó hún sé ekki í notkun eða hagar sér eins og venjulegar rafhlöður.

Ávinningur af þessari nýju gerð er tvíþættur.

• Stöðug hleðsla í 365 daga. Notið þær, hlaðið þær, geymið þær og notið þær. Eftir 6 mánaða geymslutíma er enn eftir um 80% af upphaflegri hleðslu rafhlöðunnar.

• Tilbúnar til notkunar. Kaupið þær, opnið umbúðir og notið þær strax. Panasonic nýju Infinium rafhlöðurnar koma hlaðnar í umbúðunum sem þýðir að þið getið notað þær samstundis í það tæki sem þær eiga að vera í.

 

ÁreiðanleikiPanasonic Infinium rafhlaðna er mikill og afköst einnig mikil. Jafnvel eftir1000 hleðslur halda rafhlöðurnar hleðslueiginleikum sínum. Margir geta búistvið að Infinium rafhlaðan verði lífstíðar eign.

Tvær gerðir af hleðslutækjum bætast við þá flóru sem fyrir er en það eru gerðirnar BQ-326 og BQ-392.

Infinium rafhlöðurnar koma á markað í janúar 2007 og verða þá fáanlegarí stærðunum AA og AAA enþað eru helstu stærðirnar í flestar gerðir tækja þar sem krafist er stöðugleika og áreiðanleika um langan tíma eins og ít.d.fjarstýringum og stafrænum myndavélum.

Hér er fréttatilkynningin á ensku og hér má sjá bækling yfir þær hleðslurafhlöðugerðir sem í boði eru af Panasonic gerð.