Mið desember fréttir

BF vasaljósin sem við kynntum fyrir stuttu hafa fengið verulega góðar viðtökur. Litlu nettu ennisljósin Climber Headlamp frá GP hafa einnig slegið í gegn. Þau eru létt, þægileg, vönduð og á góðu verði.

Símon Páll hætti störfum fyrir nokkru og nýr starfsmaður hefur tekið við en hann heitir Sigurður Ágúst Hreggviðsson og hann mun sjá um sölu og afgreiðslu á rafhlöðum til viðskiptavina okkar. Netfang hans er sala@rafborg.is

Veruleg aukning hefur verið í sölu á rafhlöðum nú í nóvember og það sem af er desember. Sífellt fleiri leita til okkar með beiðnir um sérstakar rafhlöður í ýmis tæki og tól. Við höfum geta orðið við beiðnum flestra en þó ekki allra þar sem ekki er þó vilji sé fyrir hendi hægt að skaffa allar gerðir rafhlaðna á ásættanlegu verði.

Við munum eiga áfram LR 6 Panasonic 6+2 pakkningarnar en eins og áður hefur komið fram þá eru þessar pakkningar á tilboðsverði. Alla vega fram í apríl á næsta ári verður þessi gerð í boði. Við höfum leitað eftir sambærilegum tilboðum á LR03 en það hefur því miður ekki verið í boði á okkar markaði sem komið er.