Super Bright Ennisljós

Þetta eru díóðuljós en sú tækni hitar ekki upp perurnar en það sparar orku og eykur endingu peranna. Endast yfir 100.000 klst.

 Hægt er að hafa ljósið á enni, á belti eða utan um belti. Teygjubönd fylgja. Litir eru grænn, rauður og blár.

Alkaline rafhlöður eiga að endast í um 150 klst við stöðugt ljós. Þyngd með rafhlöðum er 80 g. Ljós nær í um 35 m. en sést í um 3 km. fjarlægð.

Þegar kveikt er á ljósinu með að þrýsta á rofa kviknar á hverri peru fyrir sig í röð. Þegar þrýst er aftur blikka perur en þegar þrýst er á í þriðja sinn er stöðugt ljós. Þegar þrýst er á í fjórða sinn slökknar á ljósinu. Ef nota á ljósið sem neyðarljós er rauða plasthimnan sett fyrir ljósið.

Alltaf að taka rafhlöður úr ljósinu ef ekki á að nota það um tíma. Ekki setja það nálægt miklum hita. Ef vatn fer inn í það reynið að þurrka þó ekki með blásara og ekki í sólarljósi. Notið ekki gamlar rafhlöður með nýjum. Ef rafhlöður hafa lekið reynið að hreinsa ljósið með rennandi vatni og þurrkið.

 

Horfið aldrei í ljósið eða lýsið aldrei í augu annarra.

 

Verð kr. 995,00 m/VSK.

 

 Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is