Verulegar nýjungar og breytingar

Verulegar nýjungar og breytingar eru væntanlegar á Panasonic rafhlöðum í Apríl eða um það leytið.

Ný gerð af rafhlöðu Panasonic Digital Extreme sem er Oxyride rafhlaða kemur á markaðinn ætluð fyrir tæki og tól sem þurfa mikla orku eins og myndavélar, leikfangabílar o.þ.h. Fyrsta gertðin sem kemur er af AA stærð. Þessi rafhlaða verður mjög orkumikil og hefur tvisvar til þrisvar sinnum meiri endingu en aðrir framleiðendur geta boðið upp á.

Panasonic Alkaline rafhlöður verða með meiri orku en MAX 3 gerðirnar og að jafnaði um 14% meiri orku þe. e. miðað við allar stærðir. Nýtt nafn og nýjar pakkningar. Nýjar pakkningar með afslætti. 3+1 dettur út og í staðinn kemur 4+2 og fleiri stærðir.

Panasonic hleðslurafhlöður breytast líka í útliti. P6 verður til í 1600, 2100, og 2600 mAh. Nýtt hleðslutæki kemur sem er um 10 mínútur að hlaða 50% af 2100 mAh rafhlöðunni.

Hleðslurafhlöður af Ni-Cd gerðum detta út svo aðeins verður Ni-Mh gerðir með meiri orku.

Panasonic Ultra rafhlöður verður hætt að framleiða en í staðinn koma Panasonic Special rafhlöður sem einnig eru chloride rafhlöður eins og Panasonic Ultra.

Verðbreytingar verða og verður þeim stillt verulega í hóf. Að svo komnu máli getum við ekki upplýst um verðbreytingar en eins og sagt hefur verið verður þeim still í hóf. Öflugri rafhlöður á svipuðu verði er kannski ekki verðhækkun ?? Vera má líka að boðið verði tímabundið upp á sérstaka pakkningar á verulega betra verði en í hefðbundnum pakkningum.

Panasonic Special verður á lægra verði en Panasonic Ultra.