Panasonic fréttir

Panasonic setur á markað nýja gerð Alkaline rafhlaðna sem nefnist  PowerMax3. 

Panasonic sest enn í sæti brautryðjanda með þriðju kynslóð orkumikilla alkaline rafhlaðna. Nýja gerðin PowerMax3 sameinar nýja framleiðslutækni, meiri orkuforða, nýjar umbúðir og nýja stærðar- og gæðaflokkun.

Meiri orka, meiri ánægja.

Fyrir fimm árum varð Panasonic fyrstur framleiðanda á rafhlöðum til að skilgreina þörfina fyrir orkumeiri alkaline rafhlöður fyrir orkufrek raftæki með því að koma með á markaðinn Power Alkaline rafhlöður. Í dag kemur Panasonic fram með þriðju kynslóðina svonefnda PowerMax3 gerð, sérstaklega byggða fyrir orkufrek raftæki nútímans.

Sem stærsti framleiðandi rafhlaðna er Panasonic í fararbroddi í framleiðslutækni. Með því að veita verulegu fjármagni í rannsóknir á Power alkaline rafhlöðum hefur orka í samanburði við forvera PowerMax3 verið aukin um allt að 93%*.

Kaup gerð auðveldari.

Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að það er allt annað en auðvelt að kaupa rafhlöður. Framboð af mismunandi vörumerkjum, gerðum og stærðum gerir viðskiptavininum erfitt fyrir um ákvörðun. Panasonic hefur mætt þörfum viðskiptavinarins með því að hanna nýjar umbúðir með einföldum upplýsingum um gerð, stærð og gæði.

Neytendur vilja að rafhlöður séu sýndar á einfaldan hátt svo þeir geti tekið ákvörðun um kaup á skömmum tíma. Nýjar umbúðir Panasonic rafhlaðna (bæði UltraPower og PowerMax3) sýna augljóslega gæði og stærð rafhlaðna eftir kerfi sem neytandinn þekkir nú þegar og er ánægður með.

Kerfið sem sýnir gæði og stærð er skipt í tvo hluta. Panasonic nýtir sér hið þekkta stærðarkerfi S, M, L and XL til ákvörðunar á stærð og hið alþjóðlega stjörnukerfi þar sem mismunandi fjöldi stjarna sýnir gildi og gæði. Í könnunum kom fram að 90% neytenda þekktu stjörnukerfið til ákvörðunar um gæði og stærðarkerfið þekkir neytandinn tíu sinnum betur en núverandi stærðarkerfi.

Kerfið birtist á umbúðum (upphengi) á öllum 5 stærðum PowerMax3 alkaline rafhlaðna og mun einnig verða kynnt á Panasonic almennum (Ultra Power) zink rafhlöðum.

Panasonic rafhlöður, þínar rafhlöður.

Panasonic Battery Sales Evrópu.

Undanfarin 25 ár, hefur Panasonic Batteries komið upp öflugu söluneti með yfir 1200 starfsmönnum í 23 Evrópulöndum. Höfuðstöðvar og dreifingarmiðstöð eru skammt frá í Brussel í Belgíu. Verksmiðjurnar í Tessenderlo Belgíu og Gniezno Póllandi framleiða meira en eina billjón rafhlaðna á ári.

Matsushita Battery Industrial Co., Ltd.

Panasonic rafhlöður eru framleiddar af Matsushita Electrical Industrial Co. ltd. (MEI), einum af heimsins stærstu framleiðendum á rafmagns og rafeindatækjum. Höfuðstöðvar MEI eru í Osaka, Japan og sala fer fram í yfir 160 löndum undir merki Panasonic, Technics, National og Quasar. Með 52 billjónir evra í heildarveltu er MEI flokkað númer fjögur á lista Fortune 500 undir rafmagns og rafeindabúnaði.

Með yfir fimm billjónir rafhlaðna framleiddar á ári og árlega veltu um 2,77 billjónir evra er Panasonic stærsti og víðtækasti framleiðandi rafhlaðna í heimi. Sex verksmiðjur eru í Japan og að auki 23 víðsvegar um heiminn, þar á meðal í Belgíu (stofnuð 1970) og Póllandi (stofnuð 1996).

Fyrirtækið er hluti samsteypu sem er framarlega í framleiðslu raftækja sem og rafeindatækja og þar af leiðandi geta Panasonic Batteries áætlað og metið orkuþörf tækja framtíðarinnar. Hjá Matsushita, hefur starfsfólk okkar í rannsóknar- og þróunardeild einstakan aðgang að nýjustu hönnun tækja sem nota rafhlöður, sem tryggir Panasonic áframhaldandi forystu í þróun rafhlaðna.

Árið 1999 tilkynnti Panasonic um framleiðslu 80,000,000,000stu rafhlöðunnar frá því að Matsushita hóf framleiðslu fyrir 70 árum síðan.

Rafborg ehf. hefur flutt inn og selt Panasonic rafhlöður í um 34 ár. Rafhlöðurnar eru til í miklu úrvali og mismunandi umbúðum. Áhersla er lögð á gott úrval rafhlaðna og góða þjónustu. Verslunin er opin frá kl. 9.00 til 18.00 mánudaga til föstudaga.

* Líkt við notkun í stafrænum þráðlausum síma

 Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is