Verslunarmannahelgin

Við vonum að viðskiptavinir taki því ekki illa en ætlun okkar er að loka í hádeginu á föstudag þ.e. á morgun 4. ágúst vegna verslunarmannahelgarinnar.
Lesa meira

Verðhækkanir

Undanfarið hafa verð á flestum gerðum rafhlaðna hækkað og það all nokkuð. Hér er aðeins um verðhækkanir vegna gengisbreytinga
Lesa meira

Ný hleðslutæki

Höfum bætt in fjórum nýjum gerðum af hleðslutækjum á heimasíðu okkar. Þrjár gerðir frá GP en það er hleðslutæki fyrir lithíum rafhlöður í stafrænar myndavélar, GP Rapid 2 fyrir 2500 mAh MiMH rafhlöður og GPMega hleðslutæki fyrir allt að 8 stk. MiMH rafhlöður. Eins erum við með frá AcTec hleðslutæki fyrir CR 123 Lithíum rafhlöður.
Lesa meira

Ný rafhlöðubox

Við munum á næstunni flytja inn og verða með ýmsar stærðir af rafhlöðuboxum (hulstrum) sem auðvelda ykkur að setja saman rafhlöður til notkunar í ýmis tæki. Þetta nýtist bæði fyrir venjulegar, alkaline og hleðslurafhlöður.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Um miðjan febrúar byrjaði hér nýr starfsmaður Símon Páll Jónsson en hann mun sjá um sölu og afgreiðslu á rafhlöðum til viðskiptavina okkar. Það mun taka einhvern tíma að þjálfa Símon Pál en hann starfar hér allan daginn og biðjum við viskiptavini okkar að hafa biðlund og skilning á. Úrval okkar af rafhlöðum, rafhlöðupökkum, hleðsutækjum, ljósum ofl. er talsvert og það tekur sinn tíma að kynna sér það og eins þarfir hvers og eins viðskiptavinar. Netfang Símons Páls er sala@rafborg.is
Lesa meira

GP Batteries

Það er eins og svo oft áður að GP Batteries koma með á markaðinn hleðslurafhlöður með aukinni orku og nú slá þeir fyrri met og koma með rafhlöður sem eru í sérflokki með orkugetu. Nú kemur á markaðinn 2700mAh hleðslurafhlaða í stærðinni AA eða P6 og eins 1000 mAh í stærðinni AAA eða P03. Þetta eru einu rafhlöðurnar sem eru á markaðnum af þessari orkugetu. Við erum með fyrir hleðslurafhlöður af P6 gerðinni með 2500 og 2600mAH og í stærðinni P03 900 og 950 mAh. Við erum ekki komin með þessar rafhlöður á lager en munum verða með þær eftir því sem eftirspurn kallar eftir.
Lesa meira

Í leit að starfskrafti

Við erum að leita að starfskrafti sem taka á við af Dóru Mögdu sem hættir störfum um næstu mánaðarmót eftir 5 ára starf. Eftirfarandi auglýsingu birtum við í Morgunblaðinu um helgina.
Lesa meira

Gleðileg jól

Óskum viðskiptavinum og velunnurum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir samskipin á líðandi ári. Starfsfólk Rafborgar ehf
Lesa meira

Úrval af hleðslurafhlöðum

Eins og hefur komið fram þá erum við með talsvert úrval af hleðslurafhlöðum bæði frá GP Batteries og Panasonic. Allar upplýsingar eru hér á síðunni um þessar rafhlöður. Til fróðleiks setjum við mynd af helstu gerðum sem við erum með á lager núna. Ef  hér er ekki einhver gerð sem ykkur vantar látið okkur vita og við munum panta.
Lesa meira

Ljós frá Ansmann

Við getum nú boðið einstaklega vönduð ljós frá Ansmann. Þetta eru hleðsluljós af gerðinni Metal D. Þýsk gæðavara. Öryggisfyritæki, eftirlitsaðilar, fjármálastofnanir hafa tekið þessa gerð hjá okkur.
Lesa meira