Nákvæmlega í dag eigum við 40 ára afmæli. Fyrsti reikningurinn Nr. 1 var þá skrifaður út á Verslunina Lugtina sem var að
Snorrabraut 44 (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu).
Eins og við sögðum frá í síðustu frétt þá var það ætlunin að verða með stærri lager og meira úrval
af hleðslurafhlöðum frá GP ásamt öðrum gerðum rafhlaðna. Nú eru þessar rafhlöður komnar á lager og í nokkrum tilfellum
á betra verði en áður. Stærri sendingar betra verð.
Vegna breyttra aðstæðna hjá birgja (GP Batteries) þá munum við verða með stærri lager og meira úrval af hleðslurafhlöðum
frá GP ásamt öðrum gerðum rafhlaðna.
Við erum komin með nýja gerð hleðslutækis frá GP eða Powerbank H500 en með fylgja 4 AA 2700 mAh MiMH rafhlöður. Aðeins tekur tvær klst.
að hlaða tvær 2700 mAh AA rafhlöður en aðeins fjórar klst. ef rafhlöðurnar eru fjórar.
Við höfum nú opnað stærri verslun að Sundaborg 7 og erum þar ásamt Ólafi Gíslasyni & Co hf
Eldvarnamiðstöðinni en þeir eru með í verslunni ýmsan eldvarnabúnað eins og slökkvitæki, reykskynjara, gasskynjara, eldvarnateppi,
brunaslöngujól, viðvörunarkerfi, innbrotaviðvörunarkerfi og margt fleira til eldvarna.
Ljósin hafa verið á markaðnum um nokkurn tíma en þau hafa verið endurbætt með því að gera hettuna úr endurskinsefni sem tekur
í sig allt ljós hvort sem það er frá ljósinu sjálfu eða umhverfinu.
Föstudaginn 23. febrúar verður lokað vegna flutninga. Rafborg ehf. flytur þá í annað húsnæði sem er ekki
langt undan eða í Sundaborg 7 og verður opnað þar mánudaginn 26. febrúar.