Nú eru jólakort SKB komin í sölu á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Einnig er hægt að panta kortin hér á
hlekknum á heimasíðunni (jólakortið hægra megin). Boðið er uppá innáprentun fyrir fyrirtæki og félagasamtök.
Undanfarið hafa birgjar okkar keppst við að tilkynna hækkanir á ýmsum gerðum rafhlaðna m.a. á blýsýrurafhlöðum. Tilgreindar eru
ástæður og eru þær m.a. all verulegar hækkanir á málmum og tilheyrandi hráefnum í rafhlöðurnar.
Nákvæmlega í dag eigum við 40 ára afmæli. Fyrsti reikningurinn Nr. 1 var þá skrifaður út á Verslunina Lugtina sem var að
Snorrabraut 44 (á horni Snorrabrautar og Njálsgötu).
Eins og við sögðum frá í síðustu frétt þá var það ætlunin að verða með stærri lager og meira úrval
af hleðslurafhlöðum frá GP ásamt öðrum gerðum rafhlaðna. Nú eru þessar rafhlöður komnar á lager og í nokkrum tilfellum
á betra verði en áður. Stærri sendingar betra verð.
Vegna breyttra aðstæðna hjá birgja (GP Batteries) þá munum við verða með stærri lager og meira úrval af hleðslurafhlöðum
frá GP ásamt öðrum gerðum rafhlaðna.