Í síðustu viku bættist við úrvalið af Pairdeer ljósum sem við höfum selt talsvert af undanfarið. Einnig fengum við gerðir sem
við höfum ekki átt um tíma eins og litla svarta ljósið 1W sem nú er hægt að fá í beltishulstri. Eins gerðirnar 2 x AA sem
hægt er að fá í hulstri og nýja gerð 3 x AA. Öll flóran komin.
Litíum (iðnaðar) rafhlöður þ.e. venjulegar 3.6 V eru fáanlegar af þremur gerðum "Energy type", "Power type" og "Temperature type". Við höfum
rekið okkur á að stundum eru ekki valdar réttar rafhlöður í viðkomandi búnað. Það birtist m.a. í því, að
rafhlöður endast stutt eða þær virðast vera tómar við ísetningu.
Fyrr í ár fengum við prufusendingu af Cree-Led ljósum sem við féllum gjörsamlega fyrir bæði hvað varðar verð og gæði.
Tvær gerðir höfum við verið með á lager og nú er önnur uppseld en væntanleg í ágúst aftur. Nú hafa bæst við
tvær nýjar gerðir fyrir 2xAA og 3xC stærðir rafhlaðna.
Við erum komin með á lager nýja gerð af höfuðljósi sem við kynntum fyrir nokkru síðan og ekki skemmir verðið. Framleiðandinn
býður fleiri gerðir, en við völdum eina, þar sem við urðum til að ná góðu verði að taka talsvert magn