Eigum fyrirliggjandi spennubreyta (invertera) fyrir sumarferðalagið á góðu verði. Breytir jafnstraumi í riðstraum og þannig hægt að vinna með eða hlaða upp ýmis tæki og tól, svo sem farsíma, tölvur, hleðslubanka, rakvélar, rafmagnstannbursta, hleðslurafhlöður, þráðlausar borvélar, o.s.frv.
Vorum að taka inn á lager sendingu af blýsýrurafhlöðum af Panasonic og Fiamm gerðum frá birgja okkar. Því miður verðum við að hækka verð á þessum gerðum vegna erlendra verðhækkana.
Við lækkum verð á fjölmörgum verkfærarafhlöðum. Ýmsar tegundir rafhlaðna fyrir verkfæri frá Dewalt, Makita,Bosch, Hitachi, Milwaukee, Metabo, og Black & Decker lækka í verði.