Erum búin að setja lóðeyru á SC (sub C) 2500mAh og 4/5SC 1900mAh hleðslurafhlöður sem hægt er að setja í rafhlöðupakka. Hægt væri að nota fyrri tegundina í ýmsar gerðir af borvélarafhlöðum og seinni tegundina t.d. í ryksugur eða garðklippur.
Nú er búið að útbúa Facebook síðu fyrir Rafborg ehf. Á síðunni verður auðvelt að fylgjast með því sem við hjá Rafborg erum að vinna að hverju sinni og það sem við setjum þar birtast svo á fréttaveitu þinni á Facebook ef þú "Líkar við" síðuna.
Umhverfisstefna Panasonic er öflug og það besta er að þeir vinna stíft eftir henni. Panasonic stefnir á að vera leiðandi fyrirtækið í grænni framleiðslu í rafiðnaðinum árið 2018, en þá er 100 ára afmæli þeirra.
9V lithíum rafhlöðurnar okkar eru væntanlegar til landsins um miðjan apríl. Þessar rafhlöður eru frá Pairdeer og eru einstaklega góðar í köldum eða heitum aðstæðum og endast töluvert lengur en venjulegar 9V rafhlöður.