Allt bendir nú til þess að okkur takist að fresta áhrifum af erlendum verðhækkunum á Panasonic rafhlöðum sem í gildi koma 1.
febrúar.
Við höfum pantað talsvert magn af rafhlöðum sem við gerum ráð fyrir að endist okkur í 2 til 3 mánuði, en eins og útlit er fyrir
í dag, þá fáum við þessa sendingu á því verði sem gildir í dag.
Panasonic hækkar 1. febrúar vegna hækkunar á hráefni, en hækkanir er allt frá 2% og upp í 63%. Algengustu rafhlöðurnar eru að
hækka frá 5% til 19%, en það eru alkaline rafhlöður, en t.d. LR Photo rafhlöður eru að hækka meira.
Við höfum sett nýjar vörur á
tilboðssíðuna okkar og eins höfum
við komið upp borði í verslun okkar þar sem á boðstólum eru ýmsar vörur á tilboðsverði.
Innan skamms munum við kynna aðrar mjög svo jákvæðar aðgerðir hjá okkur.