Rafhlöðupakkar

 Rafhlöðusmiðja Rafborgar

Við bjóðum þá þjónustu að smíða eða endurnýja rafhlöður í hin ýmsu tæki og tól. Hér er á ferðinni allt frá sérhönnun og sérsmíði rafhlöðupakka til hinna margvíslegu nota fyrir hinn almenna notanda.

Við erum með sérstaka vél fyrir verkefnin, en við byrjuðum á þessari þjónustu í nóvember 2009. Við getum útbúið ýmsar gerðir rafhlöðupakka af hefðbundnum gerðum, eins og pakka með rafhlöðunum hlið við hlið eða SBS eins og það er kallað og eins hvert ofan á öðru eða STICK. Ýmsar útfærslur má sjá hér neðar á síðunni. SUNKKO 788H Battery Spot Welder Battery Pack Welding Machine + Battery  Charging for sale online
Margir rafhlöðupakkar hafa að geyma ýmis viðnám bæði hvað varðar ofhleðslu, yfirhitun ofl. ofl. Í flestum tilfellum er erfitt að eiga við slíka pakka og oftast verðum við að nota þennan búnað í nýja pakka, á ábyrgð viðskiptavinar, þar sem við liggjum ekki með fjölbreytt úrval af slíkum viðnámum.

Stundum eru pakkar lokaðir eða límdir saman og ekki til þess ætlast að þeir séu opnaðir. Stundum er það mögulegt og stundum ekki. Flesta pakka sem eru skrúfaðir saman eða smelltir er mögulegt að opna og oft mögulegt að skipta um rafhlöður en þó ekki alltaf.

Við notum eyrnaefni af ýmsum gerðum eftir því hvað við á en hér skiptir máli breidd, þykkt og efni, sem flytur orkuna. Rafhlöðurnar eru festar saman og að lokum settar í hitaplast, sem heldur pakkanum vel saman. Við merkjum svo pakkann okkur, hvaða gerðir af rafhlöðum voru notaðar og einnig með dagsetningu.

 

Rafhlöðurnar eru af ýmsum tegundum, en helstar má nefna Panasonic, Pkcell, Xcell, GP, LG, Samsung, Power-Xtra ofl. Gerðirnar eru Alkaline, Ni-Cd, Ni-Mh, litíum og Li-Ion. Við getum átt við einfalda pakka af litíum rafhlöðum þ.e. venjulegum og Li-Ion hleðslurafhlöðum. Mjög sjaldan getum við átt við litíum eða  li-Ion ef í pakka eru viðnám, yfirhleðsluviðnám, hitaviðnám eða annar stýribúnaður.

Við pakkagerð ræður verð oft miklu og mAh fjöldi. Stundum er ekki ávinningur að fá orkumeiri rafhlöður í nýjan pakka, en hér ræður hleðslutækið, sem hlaða á pakkann í.

Við tökum á móti beiðnum og næst þegar rafhlaða tæmist hafðu samband við okkur, segðu okkur spennu tækisins, tegund og árgerð jafnvel upplýsingar sem eru á rafhlöðupakkanum og munum við þá kanna möguleika á endurnýjun. Þetta tekur yfirleitt ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og afgreiðsla getur verið frá nokkrum dögum til viku allt eftir því hve mikil liggur við.


Uppbygging

Panasonic Ni-Cd og Ni-MH rafhlöður eru oftast notaðar í rafhlöðupakka. Í þessu samhengi skal hafa eftirfarandi í huga:
Emergency Lighting Batteries

  • Fjölda rafhlaðna (Hversu mörg Volt skal pakkinn vera)
  • Hverskonar rafhlöður viljið þið nota ? (stærð og afköst mAh). Hér þarf að hafa í huga gerð hleðslutækis
  • Rafhlöðutengingar (lóðeyru, pinnar, vírar, leiðandi lím ofl.)
  • Lögun rafhlöðupakkans (sjá að neðan)
  • Þarf að setja yfirhitavörn eða annan búnað í pakkann
  • Ef það þarf hvar á þá að setja slíkan búnað í pakkann
  • Á pakkinn að vera í plasthúsi, hitaplasti eða opinn
  • Tengingar á pakkanum (lóðeyru, vírar, prentplötutengi eða annað.) 
  • Hér eru dæmi um helstu gerðir rafhlöðupakka
212110 D4000 1.2V 4000mAh NiCd PKCell
212150 D9000 1.2V 9000mAh NiMh Xcell
212200 C2000 1.2V 2000mAh NiCd PKCell
212230 C4000H 1.2V 4000mAh NiMh
212320 SC2000 1.2V 2000mAh NiMh Xcel
212323 SC2000 1.2V 2000mAh NiCd PX
212330 SC1500 1.2V 1500mAh Ni-Cd Xcel
212334 SC2200 2200mAh NiCd PX
212335 SC2200 2200mAh 1,2V NiMh PX
212336 SC3000 1.2V 3000mAh m/pappa GD
212354 SC4/5 1.2V 2100mAh m/pappa GD
212400 A2100 1.2V 2100mAh NiMh PKC
212405 A2700 1.2V 2700mAh NiMh PX
212420 A2/3 1.2V 1200mAh NiMh XCell
212430 A4/5 1.2V 1800mAh NiMh FDK
212440 A4/3 1.2V 3800mAh NiMh Pan
212450 BK450A 1.2V 4500mAh NiMh
212503 AA1100 HHRFT 1.2V NiMh1100mAh 
212515 AA1000 1.2V 1000mAh NiCd PX
212520 AA1800 1.2V 1800mAh NiMh PKCel
212525 AA22001.2V 2000mAh NiMh  Xcell
212530 AA1500 HHRF9 1.2V 1500mAh NiMh
212545 AA2/3 1.2V 650mAh NiMh PKCe
212560 AA4/5 1.2V 1200mAh NiMh PKCell
212565 AA4/5 1.2V 1250mAh NiMh PX
212625 AAA 1.2V 750mAh NiMh FDK
212627 AAA 1.2V 900mAh NiCd PX
212630 HHR-70AAAE6 PAN 1.2V 700mAh
212640 AAA1/3 1.2V 150mAh NiMh PKCell
212645 AAA2/3 1.2V 300mAh NiMh PKCell

 

Ýmsir rafhlöðupakkar