Til baka
SLÁTTURÓBÓT
SLÁTTURÓBÓT

SLÁTTURÓBÓT

Íslenskar leiðbeiningar Robot Lown Movers E1600T

Láttu slátturóbotinn E1600T sjá um garðsláttinn!

- Gull fallegt gras 

- Þarft ekki að fara á Sorpu með grasið

- Auðvelt í uppsetningu með íslenskum leiðbeiningum. 

- Vír fylgir með.

 

Fullkomin lausn fyrir fallegan grasflöt án fyrirhafnar

Sjálfvirki slátturóbotinn er hannaður með hagkvæmni og þægindum í huga og hentar jafnt litlum sem stórum görðum.

 

Vörunúmer: 282273
Verðmeð VSK
245.800 kr.
90 Í boði

Nánari upplýsingar

 

Hver er ávinningurinn af því að eiga vélina?

 

  • Tímasparnaður: Sjálfvirkur garðsláttur með slátturóbot skapar meiri tíma til að njóta garðsins.
  • Sparar orku: Burstalaus mótor hefur minni orkuþörf.
  • Umhverfisvæn: Vinnur hljóðlega á áhrifaríkan hátt og hefur minna kolefnisspor.
  • Notendavæn: Einföld uppsetning og er stjórnað með forriti gegnum Wi-Fi.
  • Örugg og trygg: Háþróaðir skynjarar og þjófavörn tryggja öryggi vélarinnar og garðsins.

 

 

Helstu eiginleikar E1600T Slátturóbots:

 

  • Stórt vinnusvæði: Nær að dekka 3.600 m² svæði.
  • Öflug rafhlaða: 13,2Ah litíum-rafhlaðan dugar í 4 klst. og nær yfir 1.300 m² á einni hleðslu.
  • Háþróaður burstalaus mótor: Kraftmikill sláttur, lágmarks hávaði og lengri endingartími.
  • Snjallskynjarar: Hæðar-, halla- og árekstrarskynjarar tryggja örugga notkun, auk þess skila regnskynjarar vélinni sjálfkrafa á hleðslustöð ef flötin blotnar.
  • Wi-Fiþægindi: Þú stjórnar og fylgist með sláttuvélmenninu gegnum einfalt farsímaapp.
  • Sérsniðin sláttuáætlun: Þú setur upp vikulegt plan fyrir sjálfvirkan garðslátt.
  • Þjófavörn: E1600T Slátturóbotinn er varin með lykilorði.
  • Sjálfvirkt hleðslukerfi: Fer sjálfkrafa til hleðslustöðvar þegar rafhlaðan er að tæmast.

 

 

E1600T er öflugur slátturóbot sem sker sig úr fyrir notendavæna hönnun og frábær afköst. Hentar jafnt á lítil sem stór svæði, er áreiðanlegur í notkun og búinn mörgum öryggiseiginleikum. Snjall búnaður gerir þér kleift að tímasetja sláttinn, fylgjast með framvindu verksins og stjórna vélinni úr fjarlægð. Vatnsheld hönnun og fjölmargir skynjarar auka áreiðanleika E1600T og tryggja hnökralausa frammistöðu við mismunandi aðstæður.