Í gær og fyrradag heimsótti okkur Steve Childs frá Panasonic Energy sem sjá okkur fyrir Panasonic rafhlöðum, sem við höfum boðið frá
árinu 1967. Þá hétu þær National rafhlöður.
Eins og áður hefur komið fram höfum við fengið fyrstu sendinguna af PKCell litíum rafhlöðum í þremur stærðum AA,
2/3 AA og 1/2AA. Þessar rafhlöður erum við líka með í öðrum gerðum, en þessar eru langódýrastar.
Við höfum ekki verið með slíkar rafhlöður á lager en erum nú með eina gerð og með í pöntun nokkrar stærðir og rennum
nokkuð blint í sjóinn hver eftirspurnin verður. Ljóst er þó að þörfin er fyrir hendi og viljum við mæta henni. Allar
stærðir eru væntanlegar í maí nema sú neðsta.
Við fengum óþarflega mikið af 9V Pairdeer hleðslurafhlöðum í síðust sendingu og í samráði við birgja bjóðum
við ákveðið magn á afsláttarverði út þennan mánuð eða meðan birgðir endast.