Team Rynkeby 2018
Á laugardag var afhent söfnunarfé til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem Team Rynkeby safnaði með 1300 km hjólaferð frá Kolding í Danmörku til Parísar. Við vorum þáttakendur og styrktaraðilar.
Hjólahópurinn Team Rynkeby á Íslandi afhenti í gær Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 16.612.744 krónur sem söfnuðust þegar hópurinn tók þátt í samnorrænu góðgerðarverkefni í sumar með því að hjóla frá Kolding í Danmörku til Parísar.
Rósa Guðbjartsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Íslenska Rynkeby-liðið hefur tvívegis tekið þátt en verkefnið er samnorrænt góðgerðarverkefni. Hjólreiðalið hjóla rúmlega 1.300 kílómetra og safna styrkjum fyrir krabbameinssjúk börn.
Fréttin er tekin af síðu Mbl.is