Við eigum 50 ára afmæli í dag.
Rafborg s.f. var stofnað árið 1967 og er því 50 ára í ár. Stofnendur voru Ólafur Ágúst Ólafsson og Ragnar Borg. Fyrirtækið var að Rauðarárstíg 1 Reykjavík í 35 ár og í nokkur ár í Sundaborg 3 en er nú til húsa að Sundaborg 7 104 Reykjavík.
Rafborg s.f. var fyrsta fyrirtækið þar sem fengist var eingöngu við innflutning og sölu á rafhlöðum. Á þeim árum var vörumerkið NATIONAL en er í dag PANASONIC en það nafn er nú notað yfir rafhlöður í Evrópu frá sama framleiðanda sem er Matsushita Electric Industrial. Annarsstaðar hafa rafhlöðurnar haldið nafninu NATIONAL.
Á þeim tíma var aðeins ein tegund af rafhlöðum til á Íslandi svo það var mikill fengur að fá aðra gerð af rafhlöðum sem voru orkuríkar og endingargóðar. Þessar rafhlöður nutu strax mikilla vinsælda hér á landi og er svo enn í dag.
Breytt eignarhald varð til þess að sf. varð að ehf. og þurfti þá að breyta um kennitölu. Reglur kveða svo á um að breyta skuli kennitölu. Annars væri fyrirtækið með sína upprunalegu kennitölu ennþá.
PANASONIC rafhlöður eru nú framleiddar í ýmsum löndum og má þar nefna Japan, Belgíu, Pólland, Bandaríkin og Kína.
Þessi ár hefur verið fengist við ýmislegt annað en sölu á rafhlöðum eins og sölu á NATIONAL gaseldunarhellum, olíuofnum og raftækjum en í dag eigum við ennþá einhverjar gerðir af kveikjum í ýmsar gerðir ofna.
Innflutningur og sala hefur aukist á rafhlöðum og hefur sérhæfing fylgt í kjölfarið og eru nú boðnar rafhlöður af ýmsum gerðum fyrir hin ýmsu tæki og tól. Í dag sérsmíðum við rafhlöðupakka í margs konar búnað eins og neyðarljós, ýmis rafdrifin handverkfæri, lækningatæki, mælitæki ofl. ofl.
Pairdeer rafhlöður erum við með en þær eru taldar meðal viðurkenndustu kínversku vörumerkjunum á alkaline rafhlöðu markaðnum og annar stærsti framleiðandi á Alkaline rafhlöðum þar.
Vörumerkin í rafhlöðum eru m.a Panasonic, Pairdeer, PKCell, BigBat, ZLPower, First Power, Saft, Tadiran, Energizer, Enersys ofl.
Starfsmenn í verslun eru 3 og er verslunin opin milli kl. 8.15 og 17.00 en yfir sumartímann frá 8.00 til 16.00.