Pairdeer Ultra - Help Portrait - Reynsla


Við fengum fyrirspurn og ósk frá Help Portrait hópnum, sem gekk út á verkefni sem skýrt er hér í fréttinni.
Hugmyndin þeirra var að 12. desember ár hvert geti ljósmyndarar tekið myndir af þeim, sem ekki hafa efni á eða vegna aðstæðna ekki getað eignast góðar myndir af sér.  Þetta eru til dæmis fjölskyldur barna, sem hafa eitt stærstu hluta lífs síns á sjúkrahúsi, fólk á elliheimilum, sem hefur bæði ekki pening né aðstöðu til þess að láta ljósmyndara taka fagmannlegar myndir af sér.

Í bloggfærslu hjá frægum ljósmyndara í Bandaríkjunum lagði hann til að 12. desember yrði alþjóðlegur dagur tileinkaður því að gefa þessu fólki kost á góðum myndum af sér.  Þetta verkefni heitir Help Portrait og margir ljósmyndarar styðja það.

Hópurinn hér ákvað að vera á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, Grund, Sjálfsbjargarhúsinu, og Stúdíó á Skúlagötu sem opið var fyrir almenning og eins í félagsheimili út á Granda þar sem meðlimir í Þroskahjálp komu saman.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu hópsins www.myndatakan.com og alþjóðlegri síðu verkefnisins www.help-portrait.com. Einnig sjá umfjöllun um verkefnið í Kastljósinu frá 8. desember: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472078/2009/12/08/1/

Okkar aðkoma að verkefninu var lítil miðað við það, sem meðlimir hópsins framkvæmdu, en það var að styrkja verkefnið með AA rafhlöðum og við létum við hópinn fá Pairdeer Ultra Alkaline rafhlöður, en það eru Alkaline rafhlöður, sem eru orkumeiri en venjulegar Alkaline rafhlöður. Tilgangur okkar var að styrkja verkefnið og líka að fá umsögn um Pairdeer rafhlöðurnar.

Forsvarsmens hópsins eru Benedikt Finnbogi Þórðarsson og Sölvi Logason

Og umsögnin er eftirfarandi.

Batteríin virkuðu glæsilega, get ekki annað en hrósað þeim og sama á vð um hina sem notuðu þau. Það var rosaleg keyrsla á ljósabúnaðinum sem við vorum með og því var þetta mjög góð tilraun fyrir batteríin í mikilli notkun.  Ég veit ekki betur en að þau hafi haldið hleðslu vel og dugað vel.  En þegar ég ætlaði að raka saman batterípökkunum sem voru eftir, til að skila.  Þá fann ég engan.  Fann skýringuna á því, það bættist aðeins í ljósabúnað hjá okkur sem vantaði batterí eða var batteríslaus og þetta rauk út.  En þessi batterí fá mín meðmæli og ég sé fram á að kaupa þau frekar en ........ og fleira í þeim dúr ef sala kemst á gott skrið hér á landi.

Með kærri kveðju, Benedikt Finnbogi Þórðarson og Help Portrait hópurinn

Við hjá Rafborg ehf viljum nota tækifærið og þakka hópnum og forsvarmönnum fyrir framtakið sem er lofsvert og þann hug sem fylgir máli.

Hugsanlega fáum við að standa að samskonar verkefni að ári.

Til fróðleiks og til að kynna frekar Pairdeer alkaline rafhlöður, setjum við upp verðdæmi á Panasonic Evoia, Panasonic Digital Extreme og Pairdeer Ultra Digital. Allar þessar gerðir eigum við á lager og svo auðvita hefðbundnar alkaline rafhlöður.


Vörunúmer Heiti og tegund Verð % munur
120305 LR6EE Panasonic Evoia 264  
120307 LR6UD Pairdeer Ultra Digital 141 -46,6%
120310 ZR03 Panasonic Digital Extreme 247  
120312 LR03UD Pairdeer Ultra Digital 122 -50,6%

 





..........Panasonic, Pairdeer; PKCell, BigBat, ZLPower........
........ Almennar rafhlöður,  alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður, rafhlöðupakkar, símarafhlöður, lithíum (litíum) rafhlöður, hnapparafhlöður, hleðslutæki, handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, útivistarljós, geymslubox, rafhlöðubox, rafhlöðumælar, spennubreytar (inverterar) ofl.........