Ný Panasonic Alkaline gerð


Ný gerð kemur á markað í Evrópu í apríl/maí en það er svonefnd Panasonic Pro Alkaline og kemur í stað Panasonic Xtreme Alkaline sem við höfum verið með undanfarin ár.
Þá verður Panasonic með fjórar gerðir af Alkaline rafhlöðum fyrir smásölumarkað, en við höfum boðið upp á tvær gerðir fyrir þann markað þ.e. Evoia, sem eru öflugustu rafhlöðurnar og svo Xtreme sem Pro Alkaline kemur nú í staðinn fyrir. Gera má ráð fyrir að þær rafhlöður fari að sjást hér hjá okkur í maí byrjun júní.



Pro Alkaline munu verða öflugri heldur, en Xtreme allt að 10% og munu verða kynntar á þann veg. Ástæðan fyrir aukinni orku er samsetning raflausnar í rafhlöðunni. Það er gert með lofttæmingaraðferð, sem kemur ákveðnu skipulögðu munstri á í raflausninni.

Hinar tvær gerðirnar sem hafa verið á markaði í Evrópu, en ekki hjá okkur verða líka endurbættar og er talað um að Standard Power gerðin verði 10% öflugri en Alkaline Power gerðin. Við þekkjum ekki þessar rafhlöður, en erum að skoða þær og bíðum upplýsinga um verð.



Allar þessar gerðir hafa séreiginleika með tilliti í hvaða tæki og tól þær eru notaðar. Það má sjá á myndum sem eru á pakkningunum. Smellið á myndina hér fyrir ofan og þá má sjá ljós, klukkur, leikföng, hljómtæki ofl.


..........Panasonic, Pairdeer; PKCell, BigBat, ZLPower........
........ Almennar rafhlöður,  alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður, rafhlöðupakkar, símarafhlöður, lithíum (litíum) rafhlöður, hnapparafhlöður, hleðslutæki, handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, útivistarljós, geymslubox, rafhlöðubox, rafhlöðumælar, spennubreytar (inverterar) ofl.........