Morgunblaðið hefir undanfarið birt verðkannanir á ýmsum neysluvörum á baksíðu sinni og var einnig svo á laugardaginn. Þar tóku
þeir fyrir AA rafhlöður líklega af Alkaline gerð.
Við leyfum okkur að taka upp greinina og hljóðar hún svo.
Það eru fáir unglingar sem þurfa að nota rafhlöður í dag til þess að hlusta á tónlist. Ipod og mp3 spilarar þurfa ekki
slíka hluti en AA-rafhlöður voru á árum áður "nauðsyn" fyrir ferðageislaspilara og "vasadiskó". Rafhlöður eru enn notaðar í
ýmis tæki s.s. fjarstýrða bíla og það borgar sig að kanna markaðinn því verðmunur getur verið allt að 154%.
Á þremur bensínafgreiðslustöðvum og einum söluturni í Mosfellsbæ var verðið á AA-rahlöðum borið saman. Fjórar
Panasonic Xtreme Power í N1 í Mosfellsbæ kosta 270 kr., eða 68 kr. stykkið. Í Snælandsvídeó í Mosfellsbæ var pakkning með
fjórum rafhlöðum frá BIC og TDK á sama verði, 690 kr., fjórar saman í pakka, 173 kr. stykkið. Verðmunurinn er því 154%.
Í Olís í Mosfellsbæ var aðeins hægt að fá stórar pakkningar, 8, 10 eða 12 rafhlöður, af Cegasa gerð. Verðið í
stykkjatali var á bilinu 99 kr. til 134 kr.
Á Shell stöðinni í Ártúnsbrekku var aðeins hægt að fá 4 Duracell rafhlöður í pakka á 545 kr., eða kr. 135 kr.
stykkið.
Greinina skrifar Seth@mbl.is
Hjá okkur í Rafborg er smásöluverð (stykkjaverð) á LR6 Xtreme power Panasonic rafhlöðum í pökkum ,4 í pakka eða 6 í
pakka, frá kr. 87 til kr. 97 og GP Ultra LR6 rafhlöður fjórar í pakka á kr. 75 stykkið.
Við viljum svo líka vekja athygli á Panasonic Digital Xtreme rafhlöðum sem er hægt að nota í mp3 spilara. Smellið á myndirnar og
fáið frekari upplýsingar.