Litíum rafhlöður í viðvörunarkerfi og tölvubúnað


Litíum (iðnaðar) rafhlöður þ.e. venjulegar 3.6 V eru fáanlegar af þremur gerðum "Energy type", "Power type" og "Temperature type". Við höfum rekið okkur á að stundum eru ekki valdar réttar rafhlöður í viðkomandi búnað. Það birtist m.a. í því, að rafhlöður endast stutt eða þær virðast vera tómar við ísetningu.
Sú fyrsta hefur mest af orkunni þ.e. flestar mAh., en skilar þeim ekki hraðast frá sér. Það gerir "Power" gerðin. "Temperature" gerðin skilar svipað frá sér og "Engergy" gerðin en þolir mun meiri hita. Allar gerðirnar eru 3.6V. Sú gerð sem við höfum aðallega verið með er af  "Energy type"

Við erum ekki sérfræðingar á þessu svið en erum að leita upplýsinga og höfum fengið sumt skýrt en ekki allt.

Varðandi viðvörunarkerfi, þá höfum við komist að því að þegar ný rafhlaða er sett í, þarf að þrýsta á fikt (tamper) rofann, jafnvel nokkrum sinnum og bíða í um mínútu til að losa spennu úr einhverjum rafeindahlutum búnaðarins. Þetta á við um alla hluta kerfisins, lyklaborð, skynjara, bjöllur ofl.

Við bíðum frekari upplýsinga um annan búnað frá birgja okkar en okkar reynsla er að það er nauðsynlegt að velja nákvæmlega sömu gerð og fyrir er í búnaðnum. Við munum birta þær upplýsingar hér á heimasíðu okkar.



Upplýsingar um litíum rafhlöður

Litíumrafhlöður hafa mjög mikla orkuþéttni, þ. e. tekist hefur að fá fram mikla orku í hlutfalli við stærð og þyngd rafhlöðunnar. Þar fyrir utan hefur rafhlaðan mesta hitaþolið af öllum 1. stigs rafhlöðum. Sjálfsafhleðsla er mjög lítil og við eðlilegar aðstæður getur ónotuð litíumrafhlaða geymst allt að 10 árum án þess að afkastageta skaðist. Hin lága sjálfsafhleðsla stafar af því að rafskautin byggja upp verndandi sýrubirgðir. Þess vegna geta litíumrafhlöður sem hafa legið lengi á lager sýnt lægri rafspennu fyrst eftir að þau eru tekin í notkun. Þetta stafar af því að hleðslustraumurinn þarf að brjóta sýrulagið niður áður en rafhlaðan framleiðir eðlilega rafspennu. Litíumrafhlöður eru til með mismunandi efnasamsetningu sem notaðar eru til mismunandi hluta og hafa mismunandi eiginleika.

..........Panasonic, Pairdeer; PKCell, BigBat, ZLPower, First Power........
........ Almennar rafhlöður,  alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður, rafhlöðupakkar, símarafhlöður, lithíum (litíum) rafhlöður, hnapparafhlöður, hleðslutæki, handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, útivistarljós, geymslubox, rafhlöðubox, rafhlöðumælar, spennubreytar (inverterar) ofl.........