Í leit að starfskrafti

Við erum að leita að starfskrafti sem taka á við af Dóru Mögdu sem hættir störfum um næstu mánaðarmót eftir 5 ára starf. Eftirfarandi auglýsingu birtum við í Morgunblaðinu um helgina.

Rafhlöðubúðin Rafborg ehf. óskar eftir sölu- og afgreiðslumanni/konu.

Starfið er fólgið í almennri afgreiðslu, sölumennsku, afgreiðslu á pöntunum ásamt frágangi á sendingum. Eins er um samskipti við erlenda birgja. Gerðar eru kröfur um enskukunnáttu og jafnvel kunnáttu í einu norðurlandamáli.
Tölvukunnátta í Word og Excel og helst á Opus Alt.

Starfið er 100% starf og er vinnutími milli 09:00-17:00 frá mánudegi til föstudags. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað strax. Umsóknir ásamt ferilskrá og mynd sendist á netfangið rafborg@islandia.is fyrir 13. janúar 2006. Upplýsingar um starfið gefur Benedikt í síma 5622130 milli 10-12 á morgnana.

Eins eru upplýsingar um starfið á www.radning.is Starf 2005-0452

Vinsamlegast hafið samband á netfangið rafborg@islandia.is ef áhugi er fyrir starfinu. 
 

 Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is