Sundaborg 7
Núna um miðjan mánuðinn fluttum við verslunina okkar um nokkra metra til vesturs. Við stækkuðum húsnæðið um áramótin síðustu og erum fyrst nú að taka það í notkun. Við erum með verslunina á 150 m2 á neðri hæðinni og svo skrifstofur á efri hæðinni.
Það er ekki allt tilbúið sem komið er en verður það vonandi mjög fljótlega.
Búðin er í dag lengst til hægri. Merkingar verða settar upp fljótlega. Þar sem búðin var áður (lengst til vinstri) verður sett lagerhurð og verður aðalmóttaka vara þar.