Við erum komin með mjög fullkominn tölvubúnað sem gerir okkur kleyft að greina ástand rafhlaðna og eins afhlaða og endurhlaða. Þetta gefur möguleika á að kanna hvort rafhlöður séu gallaðar eða hvort sá búnaður sem þær eru notaðar við sé bilaður. Eins er hægt að reyna endurlífgun á rafhlöðum.
Þetta tæki mun breyta all miklu fyrir okkur þar sem það hefur komið fyrir að skilað hefur verið rafhlöðum og sagt að þær séu gallaðar en svo hefur komið í ljós að hleðslubúnaðurinn sem rafhlaðan var sett í var bilaður. Þetta er eðlilega hreint tap fyrir okkur og með þessum búnaði getum við komið í veg fyrir slíkt. Þetta hefur eðlilega ekki verið ætlun viðskiptavina okkar en þeir hafa verið fáir sem komið hafa og sagt hvað var vandamálið.
Það fylgir líka svona uppákomum að stundum eru keyptar of öflugar rafhlöður af því að nýrri gerðir koma á markað. Það þarf þá að gæta þess að hleðslutækið sé fært um að hlaða öll nýju mAh. en ekki bara hluta þeirra. Þá eyðileggst rafhlaðan.
Áður vorum við með mjög einfaldan búnað sem reyndist okkur mjög vel sérstaklega við að endurlífga rafhlöður. Við erum eins með margs konar mæla sérgerða til m.a. að meta ástand á blýsýrurafhlöðum. Einnig erum við með sérbyggð hleðslutæki fyrir blýsýrurafgeyma.
Rafborg ehf. Sundaborg 3 Sími 5622130 sala@rafborg.is