Eigum til á lager AA Lithium rafhlöður en þær endast lengur en Alkaline

Litíumrafhlöður komu fram fyrir u. þ. b. 30 árum sem hágæðarafhlaða í hernað. Fyrstu 10 árin, áður en rafhlaðan komst á markaðinn í iðnaði, var hún líka mjög dýr. Síðustu árin hafa ýmsar tegundir litíumrafhlaða verið framleiddar í miklu magni og hefur verðið nú lækkað verulega. Litíumrafhlöður nýtast best þar sem krafist er lengri endingar með mjög lágum eða háum umhverfishita og lágum hleðslustraumi.


Glöggt má sjá af eiginleikum rafhlaðanna að tilgangurinn með þeim var í þágu hersins. Litíumrafhlöður hafa mjögmiklaorkuþéttni, þ. e. tekist hefur að fá fram mikla orku í hlutfalli við stærð og þyngd rafhlöðunnar. Þar fyrir utanhefurrafhlaðan mesta hitaþolið af öllum 1. stigs rafhlöðum. Sjálfsafhleðsla er mjög lítil og við eðlilegar aðstæðurgeturónotuð litíumrafhlaða geymst allt að 10 árum án þess að afkastageta skaðist. Hin lága sjálfsafhleðsla stafarafþví að rafskautin byggja upp verndandi sýrubirgðir. Þess vegna geta litíumrafhlöður sem hafa legið lengi á lager sýntlægrirafspennu fyrst eftir að þau eru tekin í notkun. Þetta stafar af því að hleðslustraumurinn þarf að brjóta sýrulagiðniðuráður en rafhlaðan framleiðir eðlilega rafspennu. Litíumrafhlöður eru til með mismunandi efnasamsetningu sem notaðar eru til mismunandi hluta oghafamismunandi eiginleika.

Við bjóðum nú þessa gerð á tilboðsverði. Sjá tilboðshornið.

AA Energiser Lithium Photo 2900 mAH