Dregið úr framboði á Ni-Cd rafhlöðum

Á heimasíðu eins birgja okkar má lesa úrdrátt úr reglugerð, sem fjallar um viðvörunarmerkingar á rafhlöðum ásamt ákvæðum um rafhlöður, sem innihalda kvikasilfur og kadmíum.


Reglugerðin kemur m.a. til af döprum skilum á rafhlöðum, til endurvinnslu og er ákveðið að takmarka notkun á kvikasilfri og kadmíun í rafhlöðum. Undantekningar eru þar á, rafhlöður sem nota þarf í tæki og tól, eins og neyðarlýsingar, verkfæri, lækningatæki, verkfæri hernaðartól og öryggistæki.

Þetta þýðir, að aðgengi að Ni-Cd rafhlöðum takmarkast, en staðreyndin er nú sú að nokkuð mörg tæki, sem nota Ni-Cd rafhlöður geta notað Mi-Hd rafhlöður, sem við erum með mikið og gott úrval af.

Í bresku reglugerðinni er einnig komið inn á merkingar á rafhlöðum, þ.e. að nú verða þær merktar þannig að ekki megi henda með venjulegu sorpi.

Þeir sem vilja geta kynnt sér þetta frekar hér