Um mánaðarmótin fengum við nýjan starfsmann Ingibjörgu Torfhildi Pálsdóttur en Hulda Björk Benediktsdóttir hætti hjá okkur um
miðjan ágúst .
Hún fór til náms í Kaupmannahöfn og óskum við henni góðs gengis þar.
Um leið vekjum við athygli á að við þær breytingar að verslun Rafborgar ehf. og Ólafs Gíslasonar & Co hf. hafa verið sameinaðar eru
eðlilega fleiri starfsmenn reiðubúnir til að aðstoða þó enn sem komið er sé vöruþekking ekki fullkomin en það kemur.
Eins biðjum við viðskiptavini að sýna nýjum starfsmanni biðlund og þolinmæði meðan hún er að komast inn í starfið.
Það sprettur enginn fullnuma fram með þekkingu á rafhlöðum og tilheyrandi búnaði. Það er bara ekki svoleiðis. :)
Verulega hefur aukist sá þáttur í starfseminni að sérpanta rafhlöður eða láta smíða rafhlöðupakka í hin
ýmsu tæki eða tól en það stendur starfseminni fyrir þrifum er að við höfum ekki frekar en aðrir aðgengi að upplýsingum um
margskonar búnað sem nota rafhlöður og verðum því í hvert og eitt sinn að fá greinagóðar upplýsingar um rafhlöðuna
eða rafhlöðurnar.