Væntanlegar erlendar verðhækkanir

Tveir af stærstu birgjum okkar hafa tilkynnt um verðhækkanir á nýju ári. Ástæður verðhækkana eru annars vegar hækkun hráefnis og hins vegar breytingar á verði gjaldmiðla innbyrðis.
Panasonic hækkar vegna hækkunar á hráefni, en þar eru hækkanir allt frá 2% og upp í 63%. Algengustu rafhlöðurnar eru að hækka frá 5% til 19% en það eru alkaline rafhlöður, en t.d. LR Photo rafhlöður eru að hækka meira. Hækkun þeirra er 1. febrúar.

Við erum að undirbúa innkaup fyrir þessar verðhækkanir,svo seinka megi þessum verðhækkunum og hverjar þær verða endanlega í útsöluverði, er ekki séð á þessari stundu.

Það sem gerir okkur lífið leitt þessa dagana er, að eftir rúmlega 40 ára viðskipti, þar sem við höfum staðið við okkar hefur Panasonic birgi okkar nú krafist fyrirframgreiðslu á vörukaupum okkar á grundvelli þess, að tryggingarfyrirtæki neita nú að tryggja vöruviðskipti við Ísland. Við erum að vinna að úrlausn með viðskiptabanka okkar og vonum það besta.

GP hækkar 1. janúar vegna breytinga á innkaupagjaldmiðlum og eru þær hækkanir mismunandi eða milli 6% til 12%. USD (bandaríski dollarinn) hefur hækkað um 25% gagnvart SEK (sænsku krónunni) sem gerir þessar verðbreytingar nauðsynlegar.

Við munum sem fyrr reyna að hafa þessar verðhækkanir sem hagstæðastar fyrir báða aðila og munum leggja áherslu á innflutning á ódýrari pakkningum, bjóðist þær.

Við vorum fyrir skömmu í Kína að leita rafhlöðu-fanga og eigum von á að koma með nýjar gerðir rafhlaðna á markað á nýju ári. Það verður þó ekki fyrr en við erum sátt við prófanir á þeim gerðum sem til greina koma.