Vegna mikillar sölu hafa nokkrar gerðir rafhlaðna klárast hjá okkur. Úr því hefur verið bætt og eru m.a. rafhlöður eins og Panasonic
Infinium hleðslurafhlöður AAA og AA, CR2032 hnapparafhlöður, SR1130 úrarafhlöður komnar í verslun okkar á ný.
Eins og við höfðum tilkynnt þá var erlend verðhækkun hjá birgja 1. febrúar síðastliðinn. Við sögðumst ætla að
fresta verðhækkunum og við það stöndum við. Það hefur eðlilega hjálpað til að krónan hefur styrkst undanfarið. Gífurleg
hækkun var á Panasonic Infinium AAA en við munum halda sama verði og kjörum á þeirri gerð.
Í þessari sendingu sem og síðast fengum við m.a. Panasonic úrarafhlöður. Við erum og höfum verið með tvær gerðir
frá þeim þ.e. W og SW gerðir. W gerðin var og er fyrir stafræn tölvuúr en SW gerðin fyrir svokölluð Anolouge úr þ.e.
vísaúr. Nýja gerðin hefur í heiti sínu E.
Við höldum í þá von að gengi krónunnar styrkist og munum endurskoða verð okkar í aprí.