Ný gerð rafhlöðu er komin á markað frá Panasonic svonefnd EVOIA en þetta er fjórða kynslóðin af Panasonic alkaline
rafhlöðum. Þessi er skráð í heimsmetabók Guiness sem sú AA gerð af alkaline rafhlöðu sem endist hvað lengst.
Panasonic Evoia er gerð á sama hátt og Evolta sem nýlega var sett á markað í Japan. Þessi rafhlaða er svar Panasonic við mark
aðskönnun þar sem fram kom að neytendur vilja fyrst og fremst rafhlöður sem endast lengi.
Í bæklingi kemur fram samanburður við nokkrar gerðir af rafhlöðum þar
sem EVOIA stendur sig langbest en til samanburðar eru teknar gerðir eins og Duracell M3, Energizer Ultimate og Varta Maxi Tech.
Eins eru bornar saman mismunan
di gerðir eins og Alkaline, Oxyride og svo Evoia. Þar kemur m.a. fram að á Canon Powershot A550 var hæ
gt að taka 345 myndir á móti 257 myndum með Alkaline raflöðum.
Lýst er nýrri framleiðsluaðferð, nýrri byggingu eða samsetningu og nýjum efnum.
Evoia mun fást í LR03, LR6, LR14 vog LR20 í verslun okkar þegar gjaldeyrismál þjóðarinnar hafa verið leyst.