Heimsókn frá Panasonic Energy


Í gær og fyrradag heimsótti okkur Steve Childs frá Panasonic Energy sem sjá okkur fyrir Panasonic rafhlöðum, sem við höfum boðið frá árinu 1967.  Þá hétu þær National rafhlöður. 
Ýmsar breytingar eru væntanlegar á næstunni á gerðum frá Panasonic en alkaline gerðin Panasonic Xtreme fellur út og í staðinn kemur Panasonic Pro Power Alkaline gerð sem er 10% endingarbetri, en Panasonic Xtreme gerðin.

Í dag má fá fimm gerðir af Alkaline rafhlöðum frá Panasonic en þessar gerðir höfum við kynnt áður. Gerðirnar eru aðgreindar eftir getu eða afköstum, en við höfum ávallt valið að vera með öflugustu rafhlöðurnar og tökum því í næstu sendingum Panasonic Pro Power gerðina, enda búast viðskiptavinir Panasonic ávall við öflugri rafhlöðum þegar nýjar gerðir koma á markað. Einhverjar verðhækkanir verða, 10% meiri ending en við erum að skoða hvernig við mildum þessar verðhækkanir.

Í dag bjóðum við því Evoia gerðina, sem er öflugust og þar til við fáum Panasonic Pro Power er Panasonic Xtreme gerðin fáanleg. Gera má ráð fyrir, að Panasonic Pro Power verði hér á lager í ágúst/september. Við áttum von á þeim fyrr, en af því verður ekki. Þær munu koma inn eftir því sem þær berast og taka verðbreytingum um leið.

Við erum að skoða, hvort við tökum aðrar gerðir á lager eins og Panasonic Allkaline Power eða Panasonic Standard Power, en verðmunur er að okkar mati of lítill milli Panasonic Pro Power og Panasonic Standard Power. Aftur á móti er spurning, hvort við tökum Panasonic Alkaline Power á lager í kössum, en ef af því verður, yrði það með haustinu.

Eins er í boði ýmsar sparpakkningar á ýmsum árstímum t.d. 4+2, 4+4, 6+2 ofl. gerðir af bæði LR6 og LR03 og við erum að skoða, hvort það sé ávinningur fyrir viðskiptavini okkar, að við bjóðum slíkar pakkningar. Við verðum örugglega með einhverjar þessar pakkningar þá hugsanlega tímabundið. Alla vega 4+2 pakkningu.

Þetta ætti að koma í ljós fljótlega. Eins eru væntanlegar nýjar gerðir af CR rafhlöðum frá Panasonic sem við fáum í júní/júlí.


Hér má sjá fjórar gerðir af fimm sem í boði eru hjá Panasonic Energy.


Hér er mynd af Steve Childs frá Panasonic Energy fyrir framan verslun okkar í Sundaborg 7, en hann hefur starfað hjá Panasonic í yfir 27 ár.


..........Panasonic, Pairdeer; PKCell, BigBat, ZLPower, First Power........
........ Almennar rafhlöður,  alkaline rafhlöður, hleðslurafhlöður, blýsýrurafhlöður, rafhlöðupakkar, símarafhlöður, lithíum (litíum) rafhlöður, hnapparafhlöður, hleðslutæki, handljós, leitarljós, vasaljós, ennis eða höfuðljós, pennaljós, útivistarljós, geymslubox, rafhlöðubox, rafhlöðumælar, spennubreytar (inverterar) ofl.........