Vegna gengisfalls krónunnar okkar, höfum við neyðst til að hækka verð á öllum gerðum rafhlaðna. Sá einsetningur okkar að lækka
verð og kaupa hagstæðar inn er því fyrir bí í bili. En við höfum þó í verðhækkunum okkar vegna gengisfalls ekki
hækkað eins mikið, eins og fall krónunnar hefur verið og þannig tekið þátt í að hægja á verðbólgu.
Í mars hækkuðum við vegna gengisfallsins um 15% allar rafhlöður. Nú í lok september hækkuðum við allar rafhlöður, nema
blýsýrurafhlöður um 10% en blýsýrurafhlöðurnar hækkuðu um 5%.
Þetta er langt undir þeim hækkunum sem þarf til að mæta falli krónunnar okkar, en þeir gjaldmiðlar, sem við kaupum inn í hafa
hækkað um 55% til 60%, sé fráskilinn þessi falldagur krónunnar í vikunni og þessi í dag um 30% hvort sem hún er raunveruleg eða
ekki.
Hækkun okkar er þá frá 20,75% til 26,5% á móti þessum 55% til 60%. Samtímis hafa orðið hækkanir erlendis, sem ekki er
fyrirséð að sé lokið.
Þær hækkanir höfum við tekið í verð okkar. Mestu hækkanirnar voru fyrir um ári síðan, sérstaklega á
blýsýrurafhlöðum. Hækkanir margfaldast svo vegna tolla, vörugjalda og spilliefnagjalda.