Undanfarið hafa okkur borist tilkynningar frá birgjum um hækkað verð og eru ástæður fyrir hækkunum ýmsar.
Til viðbótar þeim hækkunum þá eru bókstaflega allir sem selja okkur þjónustu að hækka sínar verðskrár eins og
flutningsaðilar og aðrir þjónustuaðilar við verslunina.
Þeir gjaldmiðlar sem við kaupum mest inn í hækkuðu á síðasta ári frá 24% til 30%. Síðasta verðhækkun okkar var
í fyrravor þegar gengið féll eins og við leyfum okkur að kalla það.
Við verðum að bregðast við og verð hækkar hjá okkur frá og með deginum í dag um 2 til 4% og svo verða verðbreytingar á nokkrum
nýkomnum gerðum vegna verðleiðréttingar frá birgjum. Þær breytingar eru sumar hverjar komnar en aðrar bíða þar til nýjar
birgðir koma inn.
Það má búast við frekari hækkunum en helsta hækkunin er rakin til hráefnahækkunar Nikkels og Zinks en þau efni hafa tvöfaldast í
verði undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðendum má búast við frekari verðhækkunum frá þeim í apríl
næstkomandi og gætu þær verið á bilinu 6 til 7%.
Við munum því hækka verð eftir því sem nýjar birgðir berast til okkar annað getum við ekki.