Getur hlaðið sömu rafhlöðuna 2100 sinnum !

Hildur Birna Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Rafborg.

Hildur Birna Gunnarsdóttir, sölustjóri hjá Rafborg. mbl.is/Kristinn Magnússon
 

Versl­un­in Raf­borg var stofnuð árið 1967 og hef­ur því verið starf­rækt óslitið í 55 ár. Frá upp­hafi hef­ur versl­un­in sér­hæft sig í inn­flutn­ingi og sölu á raf­hlöðum og var sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar hér á landi.

Hild­ur Birna Gunn­ars­dótt­ir, sölu­stjóri hjá Raf­borg, seg­ir tölu­verðar breyt­ing­ar hafa orðið á þróun raf­hlaðna síðustu ár og nýj­ar um­hverf­i­s­vænni lausn­ir litið dags­ins ljós sem taka mið af því að draga úr kol­efn­is­spori.

„Skipti yfir í end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður get­ur verið eitt mjög mik­il­vægt skref fyr­ir neyt­end­ur að taka í átt að um­hverf­i­s­vænni veg­ferð,“ seg­ir Hild­ur og tek­ur fram að end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður séu ekki ein­ung­is skyn­sam­ur kost­ur út frá um­hverf­isáhrif­um held­ur eru þær einnig mun hag­kvæm­ari mögu­leiki.

Endurhlaðanlegar rafhlöður eru mun betri kostur fyrir framtíðina en hinar …
End­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður eru mun betri kost­ur fyr­ir framtíðina en hinar hefðbundu einnota raf­hlöður. Mynd­in seg­ir meira en þúsund orð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Raf­hlöður framtíðar­inn­ar

Hild­ur seg­ir end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður ekki nýj­ar af nál­inni held­ur hafi þær verið til í fjölda­mörg ár. Framþróun á þeim hafi þó verið gríðarleg hröð og tekið mikl­um stakka­skipt­um síðastliðin ára­tug. Í dag seg­ir hún end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður stand­ast fylli­lega all­an sam­an­b­urð við hefðbundn­ar einnota raf­hlöður og séu þær end­ur­hlaðan­legu í raun mun öfl­ugri.

„Ein af mik­il­væg­ustu ástæðunum fyr­ir því að skipta yfir í end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður er sú að þú get­ur hlaðið eina raf­hlöðu allt að 2100 sinn­um. Á meðan eina einnota raf­hlöðu er ein­ung­is hægt að nota einu sinni,“ seg­ir Hild­ur. „Auk þess eru end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður að standa sig bet­ur en Alkaline raf­hlöður í kulda. Sem er mjög mik­il­vægt hér á Íslandi,“ seg­ir hún jafn­framt. 

Fram­leiðsla á hefðbundn­um raf­hlöðum er ekki mjög vist­væn að sögn Hild­ar Birnu en einn helsti orku­gjaf­inn við fram­leiðslu raf­hlaðna eru kol. Er því óhætt að segja að mik­il um­hverf­isáhrif skap­ist af því að not­ast við einnota raf­hlöður líkt og hinn al­menni neyt­andi hef­ur gert í háa herr­ans tíð.

„Þegar við kaup­um end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður þá minnk­um við þessi um­hverf­isáhrif þar sem við get­um notað þær aft­ur og aft­ur án þess að þurfa að fram­leiða nýj­ar raf­hlöður í hvert skipti,“ seg­ir Hild­ur og hvet­ur lands­menn til að leiða hug­ann að því að draga sem mest úr skaðleg­um um­hverf­isáhrif­um. 

Fyrirtækið Panasonic framleiðir endurhlaðanlegar rafhlöður undir vörumerkinu Eneloop sem fáanlegar …
Fyr­ir­tækið Pana­sonic fram­leiðir end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður und­ir vörumerk­inu Eneloop sem fá­an­leg­ar eru hjá Raf­borg. Ljós­mynd/​Raf­borg

Mein­leg um­hverf­isáhrif

Hild­ur Birna seg­ir að hingað til lands sé flutt mikið magn af einnota raf­hlöðum á ári hverju. Hún seg­ir raf­hlöðurn­ar flutt­ar sjó­leiðina til Íslands og síðan er þeim aft­ur komið sjóðleiðis til Skandi­nav­íu til förg­un­ar eða end­ur­vinnslu. Þá seg­ir Hild­ur dap­urt að hugsa til þess hversu lágt hlut­fall einnota raf­hlaðna skili sér raun­veru­lega til end­ur­vinnslu.

„Þetta er mjög óum­hverf­i­s­vænt. Í Bretlandi eru ein­ung­is rúm­lega 30% af einnota raf­hlöðum sem skila sér í end­ur­vinnslu. Ég vona að hlut­fallið sé betra hér á Íslandi,“ seg­ir Hild­ur. Brýnt sé að end­ur­vinna málma sem einnota raf­hlöður eru bún­ar úr og koma í veg fyr­ir að eit­ur- og meng­unr­ar­efni spilli nátt­úr­unni og heilsu fólks.

„Það er mik­il­vægt að koma einnota raf­hlöðum í end­ur­vinnslu og þannig í veg fyr­ir að við miss­um krabba­meinsvald­andi efni, auk annarra meng­un­ar­efna, út í vist­kerfið okk­ar,“ seg­ir Hild­ur Birna. „Það er líka mik­il­vægt að neyt­end­ur átti sig á því að með því að skipta yfir í end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður eru þeir að skipta yfir í ís­lenska græna orku í stað þess að flytja inn þá orku sem búið er að setja á raf­hlöður.“

Hægt er að hlaða endurhlaðanlegu rafhlöðurnar í allt að 2100 …
Hægt er að hlaða end­ur­hlaðan­legu raf­hlöðurn­ar í allt að 2100 skipti. Ljós­mynd/​Raf­borg

Taktu skrefið

Hjá Raf­borg er að finna fjöl­breytt úr­val af end­ur­hlaðan­leg­um raf­hlöðum. Sam­kvæmt Hildi eru Eneloop raf­hlöðurn­ar frá vörumerk­inu Pana­sonic þær öfl­ug­ustu í heim­in­um í dag en Pana­sonic hef­ur lengi verið leiðandi á markaðnum. 

„Við þurf­um að taka þessi mik­il­vægu skref í græn­um stefn­um. Með því að skipta yfir í end­ur­hlaðan­leg­ar raf­hlöður sem Raf­borg býður upp á eru neyt­end­ur að taka fyrsta og rétta skrefið í átt að græn­um stefn­um,“ seg­ir Hild­ur og bend­ir á að fá­an­leg­ar séu nokkr­ar teg­und­ir af al­geng­ustu raf­hlöðunum sem henta fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki ásamt nokkr­um teg­und­um af hent­ug­um hleðslu­tækj­um.

„Þetta er mun hag­kvæm­ari kost­ur fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in. Eins og ég segi, það er bæði kostnaðarsamt og óum­hverf­i­s­vænt að kaupa einnota raf­hlöður sí­end­ur­tekið. Við mæl­um með því að neyt­end­ur prófi að fara í gegn­um heim­ili sín og taki sam­an all­ar þær teg­und­ir af einnota raf­hlöðum sem eru í notk­un og taki í kjöl­farið fyrsta skrefið inn í græna framtíð og vist­væna orku,“ seg­ir Hild­ur. 

Úrval endurhlaðanlegra rafhlaðna er fjölbreytt.
Úrval end­ur­hlaðan­legra raf­hlaðna er fjöl­breytt. Ljós­mynd/​Raf­borg